Þrjár konur í einum karli

20. febrúar 2011 · Fært í Leikdómar Silju

Það var mikið húrrað og bravóað í Tjarnarbíó í gærkvöldi að lokinni frumsýningu Árna Péturs Guðjónssonar á einleiknum Svikaranum undir stjórn Rúnars Guðbrandssonar enda sannarlega mikið sjónarspil sem áhorfendur höfðu orðið vitni að. Árni Pétur hafði þá sungið og dansað, æpt og stunið, skipað og skammað, hlegið og grátið samfellt í fimm korter, líka skipt stöðugt og föt enda var að hann að leika þrjár konur, jafnvel líka karlmann að leika þrjár konur, svo ekki veitti af.
Halda áfram að lesa: Þrjár konur í einum karli

Afhjúpun

★★★ 1/2
Bryndís Schram.

Jean Genet og Árni Pétur eiga það sameiginlegt að hafa ríka þörf fyrir að ganga fram af fólki, hneyksla, ofbjóða – eða eigum við kannski að nota orðið hrista upp í – með eftirminnilegum hætti. Það gerði alla vega Árni Pétur þessa nótt, sem ég hitti hann fyrst vestur á Ísafirði fyrir mörgum mörgum árum. Og mér finnst eiginlega, núna þegar ég lít til baka, að gjörningur hans á þeirri stundu hafi verið eins konar forleikur að því, sem hann nú býður upp á í Tjarnarbíói fjörutíu árum seinna.
Halda áfram að lesa: Afhjúpun

Kraftmikil píslarganga góðs og ills

★★★
Elísabet Brekkan, fréttablaðið.

Á laugardagskvöldið var frumsýning hjá tilraunaleikhúsinu Lab Loka í nýuppgerða gamla leikhúsinu í Tjarnarbíói. Árni Pétur Guðjónsson og Rúnar Guðbrandsson stofnuðu leikhúsið 1992 en höfðu áður starfað saman í áraraðir. Enn og aftur leiða þeir saman hesta sína nú og úr verður magnað og margbreytilegt listaverk. Þvílíkt þrek og þvílíkur kraftur. Við erum öll að eldast en það er eins og Árni Pétur sé hættur við. Í eina og hálfa klukkustund vinnur hann andlegt og líkamlegt þrekvirki inn og út úr mörgum röddum og hlutverkum sem stundum skarast og eru stundum langt hvert frá öðru. Hann leikur stundum tvö hlutverk í einu, eins og þegar aðstoðarmaðurinn er að hjálpa prímadonnunnií kjólinn, og hann talar undir og inni í honum með tveimur röddum. Að takast á við sín eigin takmörk, muninn á þeim sem svíkur og þeim sem svikinn er, kynórum og hatursást er uppistaðan í atburðarásinni sem hann ferðast í gegnum í sýningunni.
Halda áfram að lesa: Kraftmikil píslarganga góðs og ills

Ljótt og fallegt leikhús

Víðsjá: Salka Guðmundsdóttir.

Jean Genet var þjófur, lygari og hommi. Jean Genet var á götunni, og hann sat í fangelsi. Jean Genet var baráttumaður, leikskáld og skáldsagnahöfundur. Jean Genet var sannkallað vandræðabarn í franska bókmenntaheiminum, hann skrifaði um skítugri hliðar mannlífsins sem fæstir vildu sjá, um vændiskonur, glæpamenn, svikara og ofbeldi. Þrátt fyrir írafárið sem varð í kringum verk Genets þegar hann kom fyrst fram á sjónarsviðið hefur hann fyrir margt löngu verið tekinn í sátt sem einn af mögnuðustu og áhrifamestu leikhúsmönnum 20. aldarinnar. Honum hefur verið skipað í flokk með absúrdistunum sem fóru mikinn um miðvik síðustu aldar, en sömuleiðis eru tengslin við Antonin Artaud augljós.
Halda áfram að lesa: Ljótt og fallegt leikhús

Eyja glataðra sálna

Leikdómur Silju Aðalsteinsdóttur í tímariti Máls og menningar:

Eyja glataðra sálna

7. FEBRÚAR 2010 · FÆRT Í LEIKDÓMAR SILJU

Þeir eru sammála um það Sjón og breski hagfræðiprófessorinn Robert Wade, sem hélt fyrirlestur í Reykjavík fyrir helgi, að kreppan núna, þótt kröpp sé, hafi ekki drepið nýfrjálshyggjuna. Hún lifi og muni fara aftur á kreik þótt hún hafi kannski hægt um sig akkúrat núna. Þetta er auðvitað svartsýni, enda er leikrit Sjóns, Ufsagrýlur, sem Lab Loki og Hafnarfjarðarleikhúsið frumsýndu á föstudagskvöldið undir stjórn Rúnars Guðbrandssonar, skilgreint sem biksvört kómedía. Kómedía af því að vissulega endar hún vel, biksvört af því hún endar vel fyrir hin illu öfl.

Halda áfram að lesa: Eyja glataðra sálna

Frábærar viðtökur og einróma lof

Aðeins fjórar sýningar eftir: Fös 28/11, Lau 29/11, Fim 4/12 og Lau 6/12. Kl. 20.00.

Miðasala: 555 2222, theater@vortex.is og midi.is 

– – – – – – – – – – – – – – – – – –

Sýningin hefur hlotið frábærar viðtökur og einróma lof gagnrýnenda.

“Það er fljótsagt að þessi hópur gerði kraftaverk á sviðinu í Hafnarfirði, lét myrkan texta Steinars lifna á tragíkómískan hátt svo að ég veit að hann hefði notið sýningarinnar í botn hefði hann lifað að fá að sjá hana.”
– Silja Aðalsteins. TMM.

 

„…þetta er lofsverð tilraun, djörf og metnaðarfull.“

„Ætli það sé ekki helsta afrek leikstjórans og þeirra ágætu listamanna, sem með honum starfa, hversu makalausar myndir þeim tekst að særa fram af þessum dýrðlega ljótleika? Sjáið bara þau Árna Pétur Guðjónsson og Hörpu Arnardóttur í hlutverkum hjónanna, Kidda og Láru. Hvílíkur leikur – og hvílík leikgervi!“
– Jón Viðar Jónsson. DV.

 

„…maður er fullur aðdáunar á vinnu Rúnars Guðbrandssonar, hvernig hann á skondinn hátt skeytir saman hinum ólíku þráðum og hvað hann dregur upp fyrir okkur margar fallegar og áhrifamiklar myndir úr verkum Steinars að því er virðist fyrst og fremst til að skynja.“
– María Kristjánsdóttir. Mbl.

 

“…mjög spennandi sýning og Rúnar Guðbrandsson á hrós skilið fyrir leikgerðina og tónlistarfólkið skilaði sínu verki af einstakri alúð.”
– Elísabet Brekkan. Fréttabl.

 

“…þessi sýning er leikræn upplifun þar sem vandað er til verka og möguleikar miðilsins nýttir til hins ýtrasta. Þessi sýing er bæði ljót og falleg eins og skáldskapurinn sem hún byggir á og situr eftir í manni, – ekki beinlínis í hjartanu heldur öllu heldur í kviðarholinu.”
– Þorgerður E. Sigurðardóttir. Víðsjá.

Ljótt er fagurt – fagurt ljótt

Miðvikudagur 26. nóvember 2008 kl 09:07

Steinar í djúpinu

Steinar Sigurjónsson er eitt hinna gleymdu skálda sögunnar. Bókmenntastofnunin ýtti honum til hliðar, inn í skugga stórvelda á borð við Laxness, Guðberg og Thor, og sjálfur átti hann ugglaust sinn þátt í því að svo fór. Hann varð utangarðsmaður sem lítt var hampað síðari árin sem hann lifði. Samt hætti hann aldrei að skrifa. Í mjög áhugaverðri stúdíu, sem út kom fyrr á þessu ári, dregur Eiríkur Guðmundsson, bókmenntafræðingur og útvarpsmaður, upp áleitna mynd af stórbrotnum og frumlegum listamanni, beittum rýnanda samfélags, mannlífs og menningar, heimspekingi og andlegum leitanda, margbrotnum og mótsagnarkenndum. Ef slík bók dugar ekki til að koma skáldi á kortið, þá veit ég ekki hvað gæti gert það. En seinlát og treg Stofnunin, með Akademíuna að baki sér, er að vísu andstæðingur sem enginn skyldi vanmeta.

Halda áfram að lesa: Ljótt er fagurt – fagurt ljótt

Rúnar les Steinar

Steinar í djúpinu

Leikstjóri: Rúnar Guðbrandsson. Tónlist: Guðni Franzson. Leikmynd: Móeiður Helgadóttir. Lýsing: Garðar Borgþórsson. Búningar: Ásta Hafþórsdóttir. Gervi: Myrra Leifsdóttir. Hljóðljóð: Rod Summers. Leikarar: Árni Pétur Guðjónsson, Birna Hafstein, Björn Ingi Hilmarsson, Erling Jóhannesson, Harpa Arnardóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Karl Guðmundsson, Ólafur Darri Ólafsson, Steinunn Knútsdóttir Tómas Lemarquis. Hljómsveit: Guðni Franzson, Bryndís Halla Guðjónsdóttir, Daníel Þorsteinsson. Hafnarfjarðarleikhúsið, föstudaginn 21. nóvember 2008 kl. 20. 

Það er alla jafna undarlegt að mæta á sviði þeim orðum, skáldskap sem maður les af bók einn með sjálfum sér. Svo einkaleg er sú reynsla að það að sjá leikara líkamna persónur sem eru til fullskapaðar í eigin huga vekur of oft leiða, ergelsi; þær orka sem klunnalegt áreiti því þær geta aldrei fallið að þeirri tilfinningu, þeirri mynd sem fyrir er. Þær myndir sem Rúnar Guðbrandsson dregur upp úr verkum Steinars Sigurjónssonar koma hins vegar oftast ánægjulega á óvart.

Halda áfram að lesa: Rúnar les Steinar

Bæði ljót og falleg

Úr Víðsjánni á RÚV.

Um helgina frumsýndi leikhópurinn Lab Loki verkið Steinar í djúpinu í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Verkið byggir á skáldskap Steinars Sigurjónssonar, en leikgerðin er eftir Rúnar Guðbrandsson sem leikstýrir sýningunni jafnframt. Verkið byggir í raun ekki á ákveðnum skáldsögum heldur er öllu heldur dregin upp mynd af þeim heimi sem sem birtist í skáldsögum Steinars. Vissulega má finna senur sem tengja má við ákveðnar bækur, eins og til dæmis stormasamt samband Kidda og Láru úr Ástarsögu og íkveikjan úr Skipin sigla en það er í sjálfu sér ekki aðalatriðið hér. Hér er skapaður heimur þar sem sögupersónur og skáldið sjálft draga upp myndina og þessi heimur er furðulegur, óhugnanlegur, gróteskur, ljóðrænn og ljótur, rétt eins og skáldskapur Steinars.

Halda áfram að lesa: Bæði ljót og falleg

Kolsvört kómedía

Steinar Sigurjónsson var sérstæður rithöfundur, það gerir sýning Lab Loka í Hafnarfjarðarleikhúsinu á Steinari í djúpinu (eða Steinum í djúpinu) jafnljóst og verða má. Leikverkið er byggt „á skáldheimi Steinars Sigurjónssonar“, eins og segir í leikskrá, aðallega verkunum Blandað í svartan dauðann, Skipin sigla og Djúpinu.

Leikstjóri og handritshöfundur er Rúnar Guðbrandsson og hann hefur fengið algert topplið með sér á alla pósta. Tónlistinni sem skipar veglegan sess í sýningunni stýrir klarínettséníið Guðni Franzson og hefur með sér snillingana Bryndísi Höllu Gylfadóttur á selló og Daníel Þorsteinsson á píanó. Leikmyndina sem gefur til kynna bæði fátækleg húsakynni í sjávarþorpi um miðja síðustu öld og skipin sem karlarnir sigla á gerir Móeiður Helgadóttir, afkáraleg gervin og dæmalausa búningana sjá þær um Myrra Leifsdóttir og Ásta Hafþórsdóttir og lýsingunni sem stundum var hreint ævintýraleg stýrði Garðar Borgþórsson.

Halda áfram að lesa: Kolsvört kómedía