Ufsagrýlur — Nýtt leikrit eftir Sjón

Frumsýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu, janúar 2010.
[jsbrotate imgdisp=3 imgfade=3 height=250 width=430 images=https://labloki.is/banner/ufsagrylur1/ufsagrylur01.png|https://labloki.is/banner/ufsagrylur1/ufsagrylur02.png|https://labloki.is/banner/ufsagrylur1/ufsagrylur03.png|https://labloki.is/banner/ufsagrylur1/ufsagrylur04.png|https://labloki.is/banner/ufsagrylur1/ufsagrylur05.png|https://labloki.is/banner/ufsagrylur1/ufsagrylur06.png|https://labloki.is/banner/ufsagrylur1/ufsagrylur07.png|https://labloki.is/banner/ufsagrylur1/ufsagrylur08.png|https://labloki.is/banner/ufsagrylur1/ufsagrylur09.png|https://labloki.is/banner/ufsagrylur1/ufsagrylur10.png|https://labloki.is/banner/ufsagrylur1/ufsagrylur11.png|https://labloki.is/banner/ufsagrylur1/ufsagrylur12.png|https://labloki.is/banner/ufsagrylur1/ufsagrylur13.png|https://labloki.is/banner/ufsagrylur1/ufsagrylur14.png|https://labloki.is/banner/ufsagrylur1/ufsagrylur15.png|https://labloki.is/banner/ufsagrylur1/ufsagrylur16.png|https://labloki.is/banner/ufsagrylur1/ufsagrylur17.png|https://labloki.is/banner/ufsagrylur1/ufsagrylur18.png|https://labloki.is/banner/ufsagrylur1/ufsagrylur19.png|https://labloki.is/banner/ufsagrylur1/ufsagrylur20.png /]

Góðu dagarnir sundruðu sálinni, afskræmdu líkamann, þurrkuðu út mörkin milli manna og drýsla. Á leynilegri sjúkrastofnun hefst endurhæfingin, leitin að nýrri manneskju með heilbrigða sál í hraustum líkama. En það getur verið erfitt að venja sig af gulláti og saurugum hugsunum, og ekki er víst að alltaf búi flagð undir fögru skinni – eða öfugt.

Hafið samband við Snorra ljósmyndara (GSM 847 3001 / snorri@snorrigunnarsson.com) ef ykkur vantar myndir af sýningunni!

Eyja glataðra sálna

Leikdómur Silju Aðalsteinsdóttur í tímariti Máls og menningar:

Eyja glataðra sálna

7. FEBRÚAR 2010 · FÆRT Í LEIKDÓMAR SILJU

Þeir eru sammála um það Sjón og breski hagfræðiprófessorinn Robert Wade, sem hélt fyrirlestur í Reykjavík fyrir helgi, að kreppan núna, þótt kröpp sé, hafi ekki drepið nýfrjálshyggjuna. Hún lifi og muni fara aftur á kreik þótt hún hafi kannski hægt um sig akkúrat núna. Þetta er auðvitað svartsýni, enda er leikrit Sjóns, Ufsagrýlur, sem Lab Loki og Hafnarfjarðarleikhúsið frumsýndu á föstudagskvöldið undir stjórn Rúnars Guðbrandssonar, skilgreint sem biksvört kómedía. Kómedía af því að vissulega endar hún vel, biksvört af því hún endar vel fyrir hin illu öfl.

Halda áfram að lesa: Eyja glataðra sálna