Vera – Við munum berjast með ástina að vopni

24. – 25. október 2003

Á vordögum 1942 var stofnaður sérstakur Ungdómsdómstóll sem dæmdi stúlkur til betrunarvistar, sem grunaðar voru um óæskilegan samgang við breska og bandaríska hermenn. Þessi dómstóll var starfræktur til ársins 1944. Fyrir þessar stúlkur sem og aðrar ástandskonur þessa tíma var neyðarúrræðið að verjast og berjast með ástina að vopni.

Vera er hluti af verkefna röð Firenzu Guidi og Elan Wales, Wales sem spannar leikárið 2003-2004 og ber vinnu heitið The Machine- When is a man/woman free? Þar er rannsóknaefnið sótt í nornaveiðar í gegnum tíðina og það skoðað hvernig þessar „veiðar“ verða hluti af stofnun og réttlættar af yfirvaldi.

  • Þátttakendur: Auður Bjarnadóttir, Caroline Dalton, David Murray, Dylan Williams, Giusi Bisantino, Nína Magnúsdóttir, Lára Sveinsdóttir, Ólöf Ingólfsdóttir, Ólöf Sigríður Valsdóttir, Páll S. Pálsson, Rúnar Guðbrandsson, Þórey Sigþórsdóttir, 1. ársnemar úr leiklistadeild Listaháskóla Íslands, Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð & Vox Femine.
  • Hugmynd og leikstjórn: Firenza Guidi.
  • Ljósahönnun og tæknistjórn: Egill Ingibergsson.
  • Tónlist: Giusi Bisantino (píanó), David Murray (gítar), Dylan Williams (rödd/franskt horn) auk annarra þátttakenda.
  • Framleiðandi: Steinunn Knútsdóttir / Lab Loki.

Miðasala í síma: 590 1200.

Þakkir fá: Orkuveita Reykjavíkur, Þjóðleikhúsið, Filippía Elíasdóttir, Bára Baldursdóttir & Karl K. Karlsson.

Verkið er unnið í samstarfi við Listaháskóla Íslands, Listasafn Reykjavíkur og Ólöfu Danskompaní.