Frábærar viðtökur og einróma lof

Aðeins fjórar sýningar eftir: Fös 28/11, Lau 29/11, Fim 4/12 og Lau 6/12. Kl. 20.00.

Miðasala: 555 2222, theater@vortex.is og midi.is 

– – – – – – – – – – – – – – – – – –

Sýningin hefur hlotið frábærar viðtökur og einróma lof gagnrýnenda.

“Það er fljótsagt að þessi hópur gerði kraftaverk á sviðinu í Hafnarfirði, lét myrkan texta Steinars lifna á tragíkómískan hátt svo að ég veit að hann hefði notið sýningarinnar í botn hefði hann lifað að fá að sjá hana.”
– Silja Aðalsteins. TMM.

 

„…þetta er lofsverð tilraun, djörf og metnaðarfull.“

„Ætli það sé ekki helsta afrek leikstjórans og þeirra ágætu listamanna, sem með honum starfa, hversu makalausar myndir þeim tekst að særa fram af þessum dýrðlega ljótleika? Sjáið bara þau Árna Pétur Guðjónsson og Hörpu Arnardóttur í hlutverkum hjónanna, Kidda og Láru. Hvílíkur leikur – og hvílík leikgervi!“
– Jón Viðar Jónsson. DV.

 

„…maður er fullur aðdáunar á vinnu Rúnars Guðbrandssonar, hvernig hann á skondinn hátt skeytir saman hinum ólíku þráðum og hvað hann dregur upp fyrir okkur margar fallegar og áhrifamiklar myndir úr verkum Steinars að því er virðist fyrst og fremst til að skynja.“
– María Kristjánsdóttir. Mbl.

 

“…mjög spennandi sýning og Rúnar Guðbrandsson á hrós skilið fyrir leikgerðina og tónlistarfólkið skilaði sínu verki af einstakri alúð.”
– Elísabet Brekkan. Fréttabl.

 

“…þessi sýning er leikræn upplifun þar sem vandað er til verka og möguleikar miðilsins nýttir til hins ýtrasta. Þessi sýing er bæði ljót og falleg eins og skáldskapurinn sem hún byggir á og situr eftir í manni, – ekki beinlínis í hjartanu heldur öllu heldur í kviðarholinu.”
– Þorgerður E. Sigurðardóttir. Víðsjá.