Þrjár konur í einum karli

20. febrúar 2011 · Fært í Leikdómar Silju

Það var mikið húrrað og bravóað í Tjarnarbíó í gærkvöldi að lokinni frumsýningu Árna Péturs Guðjónssonar á einleiknum Svikaranum undir stjórn Rúnars Guðbrandssonar enda sannarlega mikið sjónarspil sem áhorfendur höfðu orðið vitni að. Árni Pétur hafði þá sungið og dansað, æpt og stunið, skipað og skammað, hlegið og grátið samfellt í fimm korter, líka skipt stöðugt og föt enda var að hann að leika þrjár konur, jafnvel líka karlmann að leika þrjár konur, svo ekki veitti af.
Halda áfram að lesa: Þrjár konur í einum karli

Afhjúpun

★★★ 1/2
Bryndís Schram.

Jean Genet og Árni Pétur eiga það sameiginlegt að hafa ríka þörf fyrir að ganga fram af fólki, hneyksla, ofbjóða – eða eigum við kannski að nota orðið hrista upp í – með eftirminnilegum hætti. Það gerði alla vega Árni Pétur þessa nótt, sem ég hitti hann fyrst vestur á Ísafirði fyrir mörgum mörgum árum. Og mér finnst eiginlega, núna þegar ég lít til baka, að gjörningur hans á þeirri stundu hafi verið eins konar forleikur að því, sem hann nú býður upp á í Tjarnarbíói fjörutíu árum seinna.
Halda áfram að lesa: Afhjúpun

Kraftmikil píslarganga góðs og ills

★★★
Elísabet Brekkan, fréttablaðið.

Á laugardagskvöldið var frumsýning hjá tilraunaleikhúsinu Lab Loka í nýuppgerða gamla leikhúsinu í Tjarnarbíói. Árni Pétur Guðjónsson og Rúnar Guðbrandsson stofnuðu leikhúsið 1992 en höfðu áður starfað saman í áraraðir. Enn og aftur leiða þeir saman hesta sína nú og úr verður magnað og margbreytilegt listaverk. Þvílíkt þrek og þvílíkur kraftur. Við erum öll að eldast en það er eins og Árni Pétur sé hættur við. Í eina og hálfa klukkustund vinnur hann andlegt og líkamlegt þrekvirki inn og út úr mörgum röddum og hlutverkum sem stundum skarast og eru stundum langt hvert frá öðru. Hann leikur stundum tvö hlutverk í einu, eins og þegar aðstoðarmaðurinn er að hjálpa prímadonnunnií kjólinn, og hann talar undir og inni í honum með tveimur röddum. Að takast á við sín eigin takmörk, muninn á þeim sem svíkur og þeim sem svikinn er, kynórum og hatursást er uppistaðan í atburðarásinni sem hann ferðast í gegnum í sýningunni.
Halda áfram að lesa: Kraftmikil píslarganga góðs og ills

Ljótt og fallegt leikhús

Víðsjá: Salka Guðmundsdóttir.

Jean Genet var þjófur, lygari og hommi. Jean Genet var á götunni, og hann sat í fangelsi. Jean Genet var baráttumaður, leikskáld og skáldsagnahöfundur. Jean Genet var sannkallað vandræðabarn í franska bókmenntaheiminum, hann skrifaði um skítugri hliðar mannlífsins sem fæstir vildu sjá, um vændiskonur, glæpamenn, svikara og ofbeldi. Þrátt fyrir írafárið sem varð í kringum verk Genets þegar hann kom fyrst fram á sjónarsviðið hefur hann fyrir margt löngu verið tekinn í sátt sem einn af mögnuðustu og áhrifamestu leikhúsmönnum 20. aldarinnar. Honum hefur verið skipað í flokk með absúrdistunum sem fóru mikinn um miðvik síðustu aldar, en sömuleiðis eru tengslin við Antonin Artaud augljós.
Halda áfram að lesa: Ljótt og fallegt leikhús

Svikarinn, sýnt í Tjarnarbíói

Lab Loki frumsýnir Svikarann í Tjarnarbíó laugardaginn 19. febrúar.

Verkið er einleikur, fluttur af Árna Pétri Guðjónssyni, en Rúnar Guðbrandsson leikstýrir. Þeir hafa í sameiningu unnið leikgerðina sem sækir innblástur m.a. til franska rithöfundarins Jean Genet og byggir einkum á leikverki hans Vinnukonunum (Les Bonnes). Filippía Elísdóttir sér um útlit sýningarinnar og Garðar Borgþórsson hannar lýsingu og hljóðmynd.

Sýningar verða

  • laugardaginn 19. febrúar, frumsýning.
  • föstudaginn. 25. febrúar.
  • laugardaginn 26. febrúar.
  • miðvikudag. 2. mars.
  • sunnudaginn. 6. mars, – síðasta sýning.

Svikarinn er í senn harmrænt verk og spaugilegt, fullt af reiði og grimmd, freníum, fóbíum og frústrasjónum, – góðlátlegu gríni og ekki sérlega góðlátlegu. Óvægin árás og miskunnarlaus einlægni. Þetta er glíma leikarans við hlutverkið, – og glíma þeirra beggja við sjálfan sig. Engillinn glímir við djöfulinn, dýrlingurinn við glæpamanninn. Þetta er pólýfónískur kór hins margklofna persónuleika. Kakófónía örvæntingarinnar og kyrrlátt eintal einsetumannsins. Draumur fangans. Kynórar ónanistans. Játningar iðrandi syndara. Rödd hrópandans í eyðimörkinni. Hinsta andvarp píslavottarins. Þetta er þjófurinn í skriftastólnum og skemmtikrafturinn í skerandi sviðsljósinu. Skrípamynd og altaristafla. Neonlýsing almenningssalernisins og ofbirta hreinsunareldsins. Í óreiðunni allri er leikarinn sjálfur þungamiðja og útgangspunktur; sá sem leikur og sá sem leikið er á, sá sem kúgar og er kúgaður, sá sem svíkur og er svikinn.

Genet voru “svikin” ofarlega í huga og sem leikritahöfundur vildi hann svíkja leikarann, – nú er stund hefndarinnar runnin upp og leikarinn fær tækifæri til að svíkja Genet, – hlutverkið að svíkja höfund sinn, – tilgangurinn helgar meðalið og til þess að ná markmiðum sínum stelur leikarinn því sem honum sýnist frá þjófnum Jean Genet.

Ufsagrýlur — Nýtt leikrit eftir Sjón

Frumsýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu, janúar 2010.
[jsbrotate imgdisp=3 imgfade=3 height=250 width=430 images=https://labloki.is/banner/ufsagrylur1/ufsagrylur01.png|https://labloki.is/banner/ufsagrylur1/ufsagrylur02.png|https://labloki.is/banner/ufsagrylur1/ufsagrylur03.png|https://labloki.is/banner/ufsagrylur1/ufsagrylur04.png|https://labloki.is/banner/ufsagrylur1/ufsagrylur05.png|https://labloki.is/banner/ufsagrylur1/ufsagrylur06.png|https://labloki.is/banner/ufsagrylur1/ufsagrylur07.png|https://labloki.is/banner/ufsagrylur1/ufsagrylur08.png|https://labloki.is/banner/ufsagrylur1/ufsagrylur09.png|https://labloki.is/banner/ufsagrylur1/ufsagrylur10.png|https://labloki.is/banner/ufsagrylur1/ufsagrylur11.png|https://labloki.is/banner/ufsagrylur1/ufsagrylur12.png|https://labloki.is/banner/ufsagrylur1/ufsagrylur13.png|https://labloki.is/banner/ufsagrylur1/ufsagrylur14.png|https://labloki.is/banner/ufsagrylur1/ufsagrylur15.png|https://labloki.is/banner/ufsagrylur1/ufsagrylur16.png|https://labloki.is/banner/ufsagrylur1/ufsagrylur17.png|https://labloki.is/banner/ufsagrylur1/ufsagrylur18.png|https://labloki.is/banner/ufsagrylur1/ufsagrylur19.png|https://labloki.is/banner/ufsagrylur1/ufsagrylur20.png /]

Góðu dagarnir sundruðu sálinni, afskræmdu líkamann, þurrkuðu út mörkin milli manna og drýsla. Á leynilegri sjúkrastofnun hefst endurhæfingin, leitin að nýrri manneskju með heilbrigða sál í hraustum líkama. En það getur verið erfitt að venja sig af gulláti og saurugum hugsunum, og ekki er víst að alltaf búi flagð undir fögru skinni – eða öfugt.

Hafið samband við Snorra ljósmyndara (GSM 847 3001 / snorri@snorrigunnarsson.com) ef ykkur vantar myndir af sýningunni!

Eyja glataðra sálna

Leikdómur Silju Aðalsteinsdóttur í tímariti Máls og menningar:

Eyja glataðra sálna

7. FEBRÚAR 2010 · FÆRT Í LEIKDÓMAR SILJU

Þeir eru sammála um það Sjón og breski hagfræðiprófessorinn Robert Wade, sem hélt fyrirlestur í Reykjavík fyrir helgi, að kreppan núna, þótt kröpp sé, hafi ekki drepið nýfrjálshyggjuna. Hún lifi og muni fara aftur á kreik þótt hún hafi kannski hægt um sig akkúrat núna. Þetta er auðvitað svartsýni, enda er leikrit Sjóns, Ufsagrýlur, sem Lab Loki og Hafnarfjarðarleikhúsið frumsýndu á föstudagskvöldið undir stjórn Rúnars Guðbrandssonar, skilgreint sem biksvört kómedía. Kómedía af því að vissulega endar hún vel, biksvört af því hún endar vel fyrir hin illu öfl.

Halda áfram að lesa: Eyja glataðra sálna