Þann 19. apríl síðastliðin var haldin Ördansahátíð í Nýlendunni, Nýlendugötu 15a. Á hátíðinni voru sýndir ördansar.
Ördans getur verið dans sem tekur mjög stuttan tíma, dans sem tekur mjög lítið pláss eða dans sem af einhverjum öðrum ástæðum á skilið forskeytið ör-. Ördansahátíðin var í sjálfri sér ör-hátíð, þar sem hún tók aðeins nokkra klukkutíma. Eins var undirbúningstíminn örstuttur. Öllum var velkomið að taka þátt í hátíðinni, hvort heldur er sem gerendur eða áhorfendur.