Frábærar viðtökur og einróma lof

Aðeins fjórar sýningar eftir: Fös 28/11, Lau 29/11, Fim 4/12 og Lau 6/12. Kl. 20.00.

Miðasala: 555 2222, theater@vortex.is og midi.is 

– – – – – – – – – – – – – – – – – –

Sýningin hefur hlotið frábærar viðtökur og einróma lof gagnrýnenda.

“Það er fljótsagt að þessi hópur gerði kraftaverk á sviðinu í Hafnarfirði, lét myrkan texta Steinars lifna á tragíkómískan hátt svo að ég veit að hann hefði notið sýningarinnar í botn hefði hann lifað að fá að sjá hana.”
– Silja Aðalsteins. TMM.

 

„…þetta er lofsverð tilraun, djörf og metnaðarfull.“

„Ætli það sé ekki helsta afrek leikstjórans og þeirra ágætu listamanna, sem með honum starfa, hversu makalausar myndir þeim tekst að særa fram af þessum dýrðlega ljótleika? Sjáið bara þau Árna Pétur Guðjónsson og Hörpu Arnardóttur í hlutverkum hjónanna, Kidda og Láru. Hvílíkur leikur – og hvílík leikgervi!“
– Jón Viðar Jónsson. DV.

 

„…maður er fullur aðdáunar á vinnu Rúnars Guðbrandssonar, hvernig hann á skondinn hátt skeytir saman hinum ólíku þráðum og hvað hann dregur upp fyrir okkur margar fallegar og áhrifamiklar myndir úr verkum Steinars að því er virðist fyrst og fremst til að skynja.“
– María Kristjánsdóttir. Mbl.

 

“…mjög spennandi sýning og Rúnar Guðbrandsson á hrós skilið fyrir leikgerðina og tónlistarfólkið skilaði sínu verki af einstakri alúð.”
– Elísabet Brekkan. Fréttabl.

 

“…þessi sýning er leikræn upplifun þar sem vandað er til verka og möguleikar miðilsins nýttir til hins ýtrasta. Þessi sýing er bæði ljót og falleg eins og skáldskapurinn sem hún byggir á og situr eftir í manni, – ekki beinlínis í hjartanu heldur öllu heldur í kviðarholinu.”
– Þorgerður E. Sigurðardóttir. Víðsjá.

Ljótt er fagurt – fagurt ljótt

Miðvikudagur 26. nóvember 2008 kl 09:07

Steinar í djúpinu

Steinar Sigurjónsson er eitt hinna gleymdu skálda sögunnar. Bókmenntastofnunin ýtti honum til hliðar, inn í skugga stórvelda á borð við Laxness, Guðberg og Thor, og sjálfur átti hann ugglaust sinn þátt í því að svo fór. Hann varð utangarðsmaður sem lítt var hampað síðari árin sem hann lifði. Samt hætti hann aldrei að skrifa. Í mjög áhugaverðri stúdíu, sem út kom fyrr á þessu ári, dregur Eiríkur Guðmundsson, bókmenntafræðingur og útvarpsmaður, upp áleitna mynd af stórbrotnum og frumlegum listamanni, beittum rýnanda samfélags, mannlífs og menningar, heimspekingi og andlegum leitanda, margbrotnum og mótsagnarkenndum. Ef slík bók dugar ekki til að koma skáldi á kortið, þá veit ég ekki hvað gæti gert það. En seinlát og treg Stofnunin, með Akademíuna að baki sér, er að vísu andstæðingur sem enginn skyldi vanmeta.

Halda áfram að lesa: Ljótt er fagurt – fagurt ljótt

Rúnar les Steinar

Steinar í djúpinu

Leikstjóri: Rúnar Guðbrandsson. Tónlist: Guðni Franzson. Leikmynd: Móeiður Helgadóttir. Lýsing: Garðar Borgþórsson. Búningar: Ásta Hafþórsdóttir. Gervi: Myrra Leifsdóttir. Hljóðljóð: Rod Summers. Leikarar: Árni Pétur Guðjónsson, Birna Hafstein, Björn Ingi Hilmarsson, Erling Jóhannesson, Harpa Arnardóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Karl Guðmundsson, Ólafur Darri Ólafsson, Steinunn Knútsdóttir Tómas Lemarquis. Hljómsveit: Guðni Franzson, Bryndís Halla Guðjónsdóttir, Daníel Þorsteinsson. Hafnarfjarðarleikhúsið, föstudaginn 21. nóvember 2008 kl. 20. 

Það er alla jafna undarlegt að mæta á sviði þeim orðum, skáldskap sem maður les af bók einn með sjálfum sér. Svo einkaleg er sú reynsla að það að sjá leikara líkamna persónur sem eru til fullskapaðar í eigin huga vekur of oft leiða, ergelsi; þær orka sem klunnalegt áreiti því þær geta aldrei fallið að þeirri tilfinningu, þeirri mynd sem fyrir er. Þær myndir sem Rúnar Guðbrandsson dregur upp úr verkum Steinars Sigurjónssonar koma hins vegar oftast ánægjulega á óvart.

Halda áfram að lesa: Rúnar les Steinar

Bæði ljót og falleg

Úr Víðsjánni á RÚV.

Um helgina frumsýndi leikhópurinn Lab Loki verkið Steinar í djúpinu í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Verkið byggir á skáldskap Steinars Sigurjónssonar, en leikgerðin er eftir Rúnar Guðbrandsson sem leikstýrir sýningunni jafnframt. Verkið byggir í raun ekki á ákveðnum skáldsögum heldur er öllu heldur dregin upp mynd af þeim heimi sem sem birtist í skáldsögum Steinars. Vissulega má finna senur sem tengja má við ákveðnar bækur, eins og til dæmis stormasamt samband Kidda og Láru úr Ástarsögu og íkveikjan úr Skipin sigla en það er í sjálfu sér ekki aðalatriðið hér. Hér er skapaður heimur þar sem sögupersónur og skáldið sjálft draga upp myndina og þessi heimur er furðulegur, óhugnanlegur, gróteskur, ljóðrænn og ljótur, rétt eins og skáldskapur Steinars.

Halda áfram að lesa: Bæði ljót og falleg